Aldrei framar nesti?

Ég trúi að Háskólinn á Bifröst sé fullur metnaðar. Nú auglýsir hann eftir nemendum og leggur mikla áherslu á fjarnám og nám á eigin forsendum.

Ég held reyndar að allir hljóti að vera - eða ættu að vera - í námi á eigin forsendum. Eftir heimsfaraldur er svo flestum að opinberast að fjarnám er kostur sem hentar sumum. En ein auglýsingin sem ég hef heyrt í útvarpi er: Aldrei framar nesti.

Ég veit að auglýsingar hafa heppnast vel ef bolurinn, þ.e. eiginlega markaðurinn, talar um þær. En þetta orðalag, aldrei framar nesti, sem kostur við að læra og búa á Bifröst truflar mig talsvert mikið. Það er alveg á skjön við mína hugmyndafræði um að nýta afganga, fara vel með, koma í veg fyrir matarsóun - þetta allt. Þó að nemendur á Bifröst geti rölt heim á milli tíma á þetta slagorð ekki við: Aldrei framar nesti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband