Óður til hvatvísi

Ég sá mynd í bíó í kvöld. Salurinn, að sönnu frekar lítill, var fullur af áhorfendum. Við sátum alveg á fremsta bekk og ég hló svo mikið að ég var farin að tárast. Myndin fannst mér skondin og skemmtileg en það er klárt mál að hlæjandi salur örvar frekar en ekki.

Myndin? Já, hún er um fjórar bandarískar vinkonur um sjötugt sem ákveða sisona að fara til Ítalíu. Þar drífur ýmislegt á daga þeirra sem þær taka af þeirri stóísku ró sem hæfilegur aldur og hæfileg fjárráð bjóða. Lærdómurinn sem þær taka með sér heim úr fríinu er að fresta ekki því sem þær vilja gera heldur tileinka sér meiri hvatvísi.

Það finnst mér þjóðráð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband