Hvalveiðar

Kannski er þetta arfleifð frá leiðsögumannsárum mínum en ég sé alltaf kost og löst á hvalveiðum. Hvalveiðar voru sérstaklega teknar sem dæmi um það sem maður þyrfti að tala gætilega um við útlenska gesti á Íslandi. 

Hvalir éta það sem fiskurinn okkar étur annars.

Hvalir eru tilfinningaverur.

Hvalir eru of margir.

Hvalir eru til sýnis.

Núna hefur ráðherra ákveðið að leyfa ekki hvalveiðar og þá kemur á daginn, miðað við það sem Vilhjálmur Birgisson segir, að störf við hvalveiðar borgi allt að fjórum sinnum meira en önnur störf sem bjóðast því fólki. Ég hef heyrt að fólk þéni á einu sumri árslaun í öðrum störfum, sem sagt fjórum sinnum hærra kaup.

Í hinu orðinu heyrir maður að kjötið seljist ekki. Hvaðan koma þá þær tekjur sem verða að launum þessa hátekjufólks?

Hefur það komið fram í fréttum? Það hefur þá farið framhjá mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband