Rækjuvinnslan á Hólmavík

Akurnesingar og þingmenn Norðvesturkjördæmis hafa hátt út af vertíðaratvinnumissi 200 manns. Ég hef sjálf verið vinnu- og öryggisfíkill og hef mikla samúð með fólki sem getur ekki unnið fyrir sér. 

Í öllu kraðakinu í kringum þetta mál og skýrsluna um veiðar á langreyðum finn ég ekki fréttina um að Kristján Loftsson hafi verið seinn að veita svör og andsvör vegna gagnrýni á veiðiaðferðir Hvals, en getur ekki verið að hann beri meiri ábyrgð en ráðherra á tveggja mánaða seinkuninni? Er þá ekki Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi á Akranesi, að hengja bakara fyir smið?

Á sama tíma fer lítið fyrir frétt af því að nú ætlar Samherji að loka rækjuvinnslu sinni á Hólmavík. Í því litla samfélagi missa þá 20 manns vinnuna til frambúðar. Ég hef ekki heyrt Teit Björn Einarsson hækka róminn út af því. Ekki samt útilokað að hann hafi gert það.

Er þetta ekki a.m.k. tvískinnungur hjá hávaðabelgjunum á hitafundinum í síðustu viku?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband