Lambeyradeilan

Nú er ég búin að hlusta á fyrsta hlaðvarpsþátt systranna um deilurnar á Lambeyrum. Ég áttaði mig á því fyrir fimm árum að peningar geta klofið fjölskyldur en fram að því var ég nytsamur sakleysingi. Ég efast ekki eina mínútu um að í þessu Lambeyramáli er tekist af mikilli heift á um verðmæti og ég vel hverju ég trúi í því máli en, almáttugur minn, hvað þessi hlaðvarpsþáttur er vaðalskenndur. Systurnar endurtaka í sífellu það sem önnur systir er nýbúin að segja, flissa í óhófi og eru í tilfinningarússi. 

Ef einhver nennir að skrifa meginmálið upp úr næstu þáttum og birta er ég til í að lesa það en ef ég fæ ekki einhverja trú á að næstu þættir séu skipulagðari nenni ég ekki að hlusta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband