Sunnudagur, 3. júní 2007
Skemmtilegt orð, hagræðing
Ég man þegar tölvupósturinn komst í gagnið og ég man líka þegar ég lærði að hengja skjal við áður en ég sendi tölvupóst.
Það var hagræðing.
Ég græddi á henni þótt ég væri bara starfsmaður, t.d. kennari eða fulltrúi á skrifstofu. Vinnuálagið minnkaði, vinnutíminn styttist, frítíminn lengdist, kaupið lækkaði ekki. Þegar ég læri á endanum á þýðingaminni sparast tími við þýðingarnar, nákvæmnin eykst og ég rukka það sama á orðið.
Væri þá ekki eðlilegt að þeir sem læri hina nýju tækni njóti líka góðs af? Það að fólk hagræði í vinnubrögðum sínum nýtist eigendum/atvinnurekendum/verkkaupum. Hagræðing í sjávarútvegi virðist hins vegar bara koma fáum til góða. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur sé í alvörunni á móti tækni sem felur í sér vinnusparnað og aukin gæði, t.d. betri nýtingu hráefnis.
Ætti ekki bara vinnudagur Íslendinga að fara að styttast heilt yfir? Mér finnst það blasa við. Hagræðing hlýtur að þýða það að þeir sem leggja lóð sín á vogarskálarnar fái eitthvað af ávinningnum í sinn hlut, t.d. í lengri frítíma eða hærra kaupi.
Þannig heyrist manni það vera í bönkum. Ég hef heyrt að ekkert starf í banka borgi minna en 300.000 fyrir fulla vinnu.
Og ég hef alveg hvínandi áhyggjur af því að landsbyggðin leggist af og að hér verði bara borgríki.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.