Miðvikudagur, 13. desember 2023
653 kr.
Enn er ég í sparðatíningnum. Ég kaupi oft smátt á göngu minni um borgina. Nú keypti ég brauð og banana fyrir 4,32 evrur og borgaði með Indóinu mínu. Mér var boðið að velja á milli heimagjaldmiðils og staðargjaldmiðils. Ég vel alltaf erlenda gjaldmiðilinn skv. ráðleggingum. Í þetta skipti tók ég eftir íslensku upphæðinni. Hún var 666 kr. en ég greiddi 653 kr. af því að ég valdi evrurnar.
Alltaf að velja evrur en ekki krónur.
Nú er ég líka orðin langeyg eftir að losna við krónuna, algjörlega óháð mögulegri inngöngu í Evrópusambandið.
Hvers konar meint sjálfstæðishugsun er það að halda í gjaldmiðil sem enginn tekur við utan landsteinanna?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.