... fé fylgi nemendum ...

Mér þótti ég heyra góðar fréttir áðan, að Listaháskóli Íslands þurfi ekki að rukka skólagjöld frá og með næsta hausti. Ég hef aldrei skilið af hverju skóli sem er einn með sitt námsframboð hefur þurft að rukka mikil skólagjöld. Ég hef engan áhuga á að búa til list, og er alveg ófær um það satt að segja, en mér finnst mikilvægt að sérhvert samfélag mennti áhugasamt fólk í þessum geira.

Hins vegar gæti endað með því að ég prófaði HR sem ég hef rennt hýru auga til af því að ég er bóknámsskólamanneskja og mér blöskrar svolítið að borga 900.000 kr. á ári, til samanburðar við svokallað skrásetningargjald Háskóla Íslands upp á 75.000 kr. á ári.

Vel gert, ráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband