ESTA

Ég ætla að skjótast til Orlando í næsta mánuði að hitta frænku mína sem hefur búið þar alla sína ævi. Skjótast er ekki rétta orðið, flugið tekur þriðjung úr sólarhring og svo er tímamunur. En til þess að mega koma í nokkra daga í þetta (bölvaða) land þarf að fá ESTA-vottorð. Ég hef aðeins trassað að pæla í því en fólk hamast við að segja mér að þetta sé ekkert mál og kosti ekkert eða í mesta lagi 10 dollara.

Jæja, nú er ég búin að sitja sveitt við í klukkutíma, margsetja inn símanúmer af því að landsnúmerið átti síðan að koma tvisvar og svara því hvort ég ætli mér að fremja eða hafi framið þjóðarmorð og/eða hryðjuverk. Þvílík paranoja í þessum Bandaríkjamönnum. Dæs.

Og ég var rukkuð um 21 dollara sem er síst of mikið fyrir flækjustigið en undanfarið hefur fólk keppst við að segja mér að þetta kosti ekkert eða í mesta lagi 10 dollara. Af hverju segir fólk svona þegar það veit það ekki?

Þegar ég fór til Bandaríkjanna 2006 man ég að ég svaraði svona spurningum í flugvélinni en þegar ég fór 2014 man ég ekkert hvernig það gekk fyrir sig. Á næsta ári verð ég kannski orðin eins og öll hin, segi að þetta sé ekkert mál og kosti ekki túskilding með gati. En þá get ég flett upp þessari færslu minni. 

tongue-out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband