Þriðjudagur, 27. febrúar 2024
Rafmagn, ó, rafmagn
Bróðir minn (73) er niðurkominn í miðri Afríku um þessar mundir. Hann er búinn að vera á heimshornaflakki í 10 mánuði. Hann sendir okkur systrum reglulega upplýsingar um sig og sína hagi á forritinu Whatsapp sem rúmar texta, myndir og myndbönd. Hann þráskallast nefnilega við og neitar að skrá sig á Facebook.
En hvað um það, hann er núna í síendurteknu rafmagnsleysi og hann finnur sannarlega fyrir því, bæði upp á ljós og svo að hlaða símann og halda kælivöru kaldri. Mjög bagalegt.
Og þá rifjast upp fyrir mér að pabbi var rafvirki. Hann margsagði við mig á lífsleiðinni: Ég er bara rafvirki.
Ég vissi þá, og veit það æ betur með árunum, að rafmagn er undirstaða mikilla lífsgæða og ef rafmagnið skortir erum við á köldum kalda.
Og ég sendi Grindvíkingum samúðarkveðjur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.