Mánudagur, 4. júní 2007
Ferðaþjónustan
Nú er ég hætt í leiðsögn (aftur)! Bílstjórar hlæja að mér þegar ég segi þetta af því að þeir sjá og vita hvað mér finnst starfið skemmtilegt. En ég vann einn dag sem verktaki um daginn hjá fyrirtæki sem ég hef ekki unnið fyrir áður og hringdi í dag til að vita hvert ég ætti að senda reikninginn. Það komst á hreint. Svo sagði hún að ég ætti að rukka 1.600 kr. á tímann í dagvinnu og 2.000 í yfirvinnu - sem verktaki.
Ég sagði náttúrlega að það væri grín, þetta væri rétt um og svo undir launþegalaunum.
Ég veit ekki hvort ferðaþjónustufyrirtæki halda að leiðsögumenn séu fífl eða hvort leiðsögumenn eru raunverulega fífl.
Okkur samdist loks um einhverja fáránlega tölu, 2.580 TIL JAFNAÐAR. Af því tímakaupi þarf ég ekki bara að borga skatt heldur líka tryggingar, lífeyrissjóð, sjálfri mér orlof, standa undir fatakaupum, bókakaupum og undirbúningstíma.
Ég vinn auðvitað ekki fyrir þetta fyrirtæki framar.
Svo eru kjarasamningar lausir um næstu áramót.
Athugasemdir
Það gerist ekkert nema að maður láti í sér heyra - Við værum ekki komin svona langt í velmegun og kjarabaráttu á vesturlöndunum ef fólk hefði ekki sótt sinn rétt með einum eða öðrum hætti :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 4.6.2007 kl. 14:47
Næst semurðu væntanlega fyrirfram.........manni dettur í hug hvort að það sé offramboð á leiðsögumönnum. Eftir því sem maður heyrir er ekki svo......þannig að þarna er nú aldeilis gott dæmi um markaðslögmál (eða ekki markaðslögmál) sem ekki eru að virka.
Þorbjörg Ásgeirsdóttir, 4.6.2007 kl. 15:17
Þorbjörg, ég hef líka verið dugleg að semja fyrirfram. Stundum dettur bara inn einn og einn dagur, kannski í gegnum annan leiðsögumann, og maður ákveður að láta slag standa. Það er líka rosalega leiðinlegt að tala alltaf um peninga eins og þeir séu alfa og ómega allra hluta.
Hins vegar batna náttúrlega ekki kjörin nema maður hafi sjálfur fyrir því eins og þú segir, Kjartan, þannig að maður verður bara að láta sig hafa þessa baunatalningu (þetta baunatal).
Og það er vissulega engin glóra í verktöku, Runólfur, því að það er eins og að meira að segja atvinnurekendur átti sig ekki á að inni í þeirri tölu á allt að vera. 1.500 kr. á tímann sem launþegi er eins og 2.500 í verktöku, svona á að giska.
Og maður heldur áfram að klappa steininn!
Berglind Steinsdóttir, 4.6.2007 kl. 15:44
Berglind, Berglind, Berglind.
Berglind, Berglind, Berglind.
einn duglegasti bloggari á landinu.
úff! *svitn* haha.
ætlaði bara að láta þig við það þú ert mikið æði.
Blee.
-addylitlafrænkanþínsemeraðfaratilfrakklandsáfimtudaginn.
einn duglegasti bloggari á landinu.
úff! *svitn* haha.
ætlaði bara að láta þig við það þú ert mikið æði.
Blee.
-addylitlafrænkanþínsemeraðfaratilfrakklandsáfimtudaginn.
add (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 17:26
úps kom 2x ;s
addy (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 17:26
Téhéhé, ég sé að Addý frænka mín hefur lesið athugasemd mína hjá Svavs frænku okkar, téhé. Bon voyage, chére smáfrænka ...
Berglind Steinsdóttir, 4.6.2007 kl. 22:06
Sæl Berglind
Mér fyndist það réttast af þér að nefna fyrirtækið á nafn, í það minnsta í kommenti ef þú vilt ekki gera það á síðunni sjálfri. Öðrum leiðsögumönnum til varnaðar. Ég get alveg tekið undir þetta, ég hef sjálf lent í því að taka einn dag hjá fyrirtæki og gera ráð fyrir eðlilegum viðskiptaháttum, þ.e. að ég sé launþegi þar sem ekki var minnst á neitt annað, ég komst svo að því þegar ég átti von á greiðslu að þetta fyrirtæki greiddi bara verktakalaun, sama hvað ég tuðaði um það að ég ynni ekki sem verktaki. En það var of seint ferðin var farin og ég fékk þetta greitt sem verktakavinna á þeirra taxta, sem var álíka og það sem þú nefnir, ég fer ekki aftur fyrir þetta fyrirtæki.
Auður Sig (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 16:01
Uhmmm, nei, ekki með nafni en þetta er afþreyingarfyrirtæki sem er vanara að rukka sjálft. Heldur til í úthverfi ... 110 minnir mig.
Svo er ég reyndar að fara á fund á þriðjudaginn út af tveggja daga vinnu fyrir glænýtt fyrirtæki í júlí. Ég þarf að stappa í mig stálinu fyrir fundinn.
Berglind Steinsdóttir, 5.6.2007 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.