Sveinsbakarí í Skipholti

Brauðmeti í bakaríum er dýrara en brauðmeti í stórmörkuðum. Ég hef af og til fengið stórgott brauð í Nettó á frekar góðu verði en ég geri mér grein fyrir að sérverslanir þurfa að verðleggja sig hærra.

Í morgun fór ég í Sveinsbakarí, sem er hvað næst því að vera hverfisbakaríið mitt, af því að ég hef stundum fengið þar normalbrauð sem mig langar stundum alveg óskaplega mikið í.

Normalbrauð var ekki til í morgun og sú sem var þarna að afgreiða sagði að það fengist aldrei. Hvorki brauð né sætabrauð var verðmerkt og engar lýsingar fylgdu heldur. Klukkan var ekki orðin margt þannig að ég lét kyrrt liggja. Verra var að sú sem afgreiddi mig var önug og var í símanum á meðan. Mér fannst ég vera að ónáða hana.

Ég hef ekki verið fastagestur í Sveinsbakaríi en nú er líka alveg ljóst að það verður löng bið á að ég fari þangað aftur að biðja um normalbrauð eða til vara annað þétt brauð vegna þess að páskabrauðið sem ég bar með mér heim var næstum óætt.

Einhverjum kynni að finnast eðlilegra að ég léti Sveinsbakarí vita en ekki bloggsíðuna mína en ég fékk nett á tilfinninguna að konan ætti bakaríið sjálf þannig að líklega er henni sama.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband