Sjálftaka Arion banka

Það hvarflar ekki að mér að Arion banki sé eini spillti og sjálfhverfi sjálftökubankinn en hann er bankinn sem ég lenti hjá. Ég var alltaf í Búnaðarbankanum en flutti mig yfir til sparisjóðs fyrir 20 árum. Viðskiptin fluttust svo aftur í Arion banka án míns vilja en nú er nóg komið. Ekki aðeins það sem ég skrifaði um páskana, heldur fékk ég 

a) ekki svar við póstinum mínum

b) ekki lækkun á útskriftargjaldinu

c) ekki einu sinni helvítis skuldfærsluna sem mér var þó sérstaklega boðin í fyrri pósti.

Nei, ég fékk hnipp í appinu um að ég væri að gleyma mér! Ég er náttúrlega búin að borga skrambans reikninginn og senda annan póst með boðaðri uppsögn. Nú er ég spennt að vita hvort bankinn hefur fyrir því að taka við uppsögninni eða hvort hann mun halda áfram að rukka mig um árgjald og útskriftargjald eftir að ég hætti alveg að nota kortið.

HFF


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband