Laugardagur, 6. apríl 2024
Auður Haralds 1947-2024
Ég er mjög roggin af að hafa sjálf uppgötvað Auði Haralds á sínum tíma og skrifað BA-ritgerðina mína um Hvunndagshetjuna, að vísu dálítið löngu eftir að hún kom út. Auður bjó þá á Ítalíu og ég sendi henni bréf þangað og fékk annað til baka, átta vélritaðar A4-blaðsíður að lengd ef ég man rétt. Ég hendi ógjarnan pappír þannig að ég hlýt að eiga það einhvers staðar.
En nú er hún öll og ég var loksins að hlusta á drellifínan þátt um hana í spilara RÚV. Hún átti merkilegt lífshlaup og stórkostlegan rithöfundarferil.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.