Sunnudagur, 12. maí 2024
Leyfð dánaraðstoð?
Ég hlustaði áðan á umræðu um hvort leyfa eigi dánaraðstoð eða ekki. Það er 100% að eitthvert fólk óskar eftir dánaraðstoð af því að lífsgæðin eru orðin engin. Ég átti vinkonu sem þjáðist svo af krabbameini og aukaverkunum þess að síðustu vikurnar af ævi hennar voru algjört kvalræði fyrir hana. Ég finn sárlega til þegar ég hugsa til hennar síðustu daga.
Svo get ég ímyndað mér að hlédrægt fólk, fullorðið fólk sem er orðið háð öðrum um margt, gæti orðið meðvitað (með réttu eða röngu) um að aðstandendum finnist það baggi og lætur þá í veðri vaka að það myndi þiggja svona aðstoð.
Ég er mjög tvístígandi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.