Fimmtudagur, 16. maí 2024
Meðvirkni er núna ofnotað hugtak
Horfið á kappræðurnar á Stöð 2 (ef þið hafið áhuga á forsetakosningunum og eruð ekki búin að horfa). Öll sex stóðu sig vel. Öll. Heimir spyrill fær verstu einkunnina fyrir að sýna einn viðmælanda úti á götu mæra einn frambjóðanda. Úrtakið var lítið og það var fáránleg mismunun að birta lofrulluna. Ekki samt víst að sá frambjóðandi græði á því.
Hálfur mánuður eftir og ég er ossa spennt.
Já, meðvirknin? Það er stutt á milli þess að trúa og treysta fólki og að vera meðvirkur. En við megum ekki glata tiltrú á fólki. Einn frambjóðandinn benti á þessa hættu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.