Mánudagur, 27. maí 2024
Lúxusvandi kjósandans
Ég er búin að líta inn á sex kosningaskrifstofur í mánuðinum og hlakka til að mæta á kjörstað á laugardaginn en er samt ekki búin að ákveða hver fær atkvæðið. Ég væri til í mörg þeirra og er búin að hafa stórkostlega gaman af kosningabaráttunni.
En hvert er vald forsetans? Ég held að það sé flesta daga, og í mörgum tilfellum allt fjögurra ára kjörtímabilið, svo lítið að forsetinn sem ég vel mér verður einhver sem kemur vel fyrir og er líklegastur til að senda jákvæð skilaboð til umheimsins. Og þar er úrvalið sannarlega mikið og gott.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.