Kosningarýni

Kosningarnar núna eru einstakar og ekki hægt að bera þær saman við neinar fyrri forsetakosningar. Ég veit um fólk sem kaus ekki Guðna fyrir átta árum þótt það vildi gjarnan fá hann af því að það taldi hann svo öruggan að því væri óhætt að kjósa annan sem fengi þá ögn betri kosningu. Örn Úlfar Sævarsson nefndi líka svona dæmi í Pallborðinu áðan, ég held um sig sjálfan.

Ég spái Katrínu sigri af ýmsum ástæðum, aðallega þeirri að hún er hokin af reynslu og mjög margt fólk vill forseta sem kann á fólkið og kerfið, er með tengslanet, á auðvelt með að koma fyrir sig orði - og er með húmaníska menntun, íslensku.

Þau sem ekki vilja fá rútineraðan pólitíkus á Bessastaði geta ekki kosið taktískt af því að það er ekki hægt að sjá út úr kosningaspám hvaða frambjóðandi er í 2. sæti. 

Mín spá er að Halla Tómasdóttir eigi ekki eins mikið inni og hún átti á sama tíma árið 2016.

En hvaða forseti sem velst verður varla með meira en þriðjung atkvæða og mér finnst það dálítið dapurlegt. En svo ég haldi áfram að dansa í hring verð ég að rifja upp að okkar heittelskaða Vigdís vann með rúmlega þriðjungi atkvæða 1980 og varð mjög fljótt forseti okkar allra. Ég fæ kusk í augun þegar ég rifja upp þá djörfung sem hún sýndi með því að bjóða sig fram. Eftir því sem ég kemst næst bjóst hún alls ekki við að sigra, vildi bara sýna að kona gæti boðið sig fram.

En ég er svo mikill meðspilari að forsetinn sem kemur upp úr hattinum á sunnudagsmorguninn verður forsetinn minn, hvað sem ég exa við á laugardaginn. Ein vinkona mín á afmæli sama dag og einn frambjóðandinn og hún vonar að 11. október verði næsti fánadagur ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband