Fimmtudagur, 30. maí 2024
Skoðanakannanir
Ég fylgist spennt með skoðanakönnunum og kappræðum. Ég sé líka að obbi frambjóðenda vill að svipað fyrirkomulag verði haft á í síðustu kappræðunum, á morgun, og var 3. maí. Þær þóttu mér líka heppnast vel og er margbúin að segja það við fólk í kringum mig. Það var byrjað á mismunandi stöðum í hópnum, spurningar voru persónulegar, við fengum hraðaspurningar og frambjóðendur fengu að spyrja hvert annað.
Ég var ekki eins hrifin af forystusætinu á mánudag og margar vinkonur mínar, en Steinunn Ólína benti sannarlega á ákveðna þversögn í sambandi við skoðanakannanir. Ef ekkert mark er takandi á 40-50% landsmanna í könnun, af hverju eru þá kannanir látnar ráða hvaða frambjóðendur fá að mæta í aðalsettið?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.