Ég kaus í gær

Öll tólf höfðu eitthvað með sér, flest miklu minna en ég vildi sjá og eiginlega ekkert þeirra meira en 80%. Ég er greinilega svo blinduð af Guðna að ég bar frambjóðendur alltaf saman við hann og hans mannkærleika og gáfur.

Allan maímánuð var ég að máta frambjóðendur við embættið og mörg komu til greina á mismunandi stigum. Ég fór á sex kosningaskrifstofur og las og hlustaði heil ósköp. 

Hatur og heift í kosningabaráttunni fór algjörlega framhjá mér nema þar sem fólk kvartaði undan hatri og áróðri. Ég sá bara kvartanirnar, ekki áróðurinn. Samt las ég mikið á vefnum og horfði á umræður og viðtöl.

Í gær kaus ég svo með hjartanu, ég kaus frambjóðandann sem ég vildi helst og hann blandaði sér ekki í toppbaráttuna. Sá frambjóðandi getur gengið beinn í baki frá sinni kosningabaráttu og haldið áfram þeim verkum sem hann hefur unnið fyrir þjóðina.

Ég trúi að forsetinn sem varð fyrir valinu muni venjast vel en bíð eiginlega spenntust eftir að sjá hvernig fólk ætlar að tala um Björn heilsukokk. Verður hann kallaður forsetamaki eða verður hann Björn eða Bjössi? Verður forsetinn hann eða hún (í ljósi umræðunnar um kynhlutleysi orða) og verður forsetinn mætt eða mættur?

Ég hef engar sérstakar skoðanir á skoðanakönnunum en minni á að skoðanakannanir hafa áður litað umræðuna. Ég kaus minn frambjóðanda með hjartanu og höfðinu og hefði verið til í miklu meiri hlátur næstu árin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband