Guðni Th. og sagnfræðin

Ef eitthvað er að marka brautskráningarræðu rektors fer Guðni forseti aftur að kenna í HÍ. Það er einmitt það sem ég óskaði mér. 

Á sama tíma bjóðum við fráfarandi forseta, Guðna Th. Jóhannesson, prófessor í sagnfræði, velkominn aftur til starfa við Háskóla Íslands.

Ég var reyndar búin að ímynda mér að öll fjölskyldan flytti til Kanada til að leyfa börnunum að kynnast sínum kanadísku rótum en svo heyrði ég einhvern orðróm um að þau Eliza ætluðu að skilja sem ég hef hvorki fengin hrakinn né staðfestan.

En ég fagna því ef nemendur HÍ fá að njóta krafta sagnfræðiprófessorsins á ný. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband