Alice og Jack

Ég hámhorfði á mestu ástarsögu sem ég hef séð, þáttaröðina Alice og Jack. Hún er meira en heilt ár í spilara RÚV þannig að ef þið hafið verið að hugsa um að horfa ekki getur ykkur enn snúist hugur.

Í fyrsta þætti fannst mér hún hafa óskiljanlegt tak á honum, hrokafull og meiðandi. Ekki skánaði það í öðrum þætti en eftir það fór ég betur að skilja hvernig þeim leið. Og hún hafði auðvitað sínar ástæður fyrir undarlegri hegðun.

Það sem gerði útslagið með að ég gat ekki hætt að horfa var að samtölin komu mér stöðugt á óvart. Það var enginn fyrirsjáanleiki í framvindunni eða orðaskiptunum. Mig langar alveg að segja meira en flest myndi koma upp um söguþráðinn sem væri ekki fallega gert. En að lokum verð ég að segja RÚV til hnjóðs að mér finnst galið að nota sömu kynningu í línulegri dagskrá á öllum sex þáttunum (eins og RÚV gerir alltaf). Af hverju er ekki hægt að semja og láta flytja nýja kynningu sem þjónar efni hvers þáttar? Peningaleysi? Alice og Jack vörðu saman einni nótt sem hefur síðan langvarandi áhrif til framtíðar - er ekki lýsing sem passar nema í upphafi.

Til viðbótar vil ég segja að ég vona að fréttatíminn verði áfram kl. 21 og bara einn. Fréttaþyrstir (eins og ég) geta hlustað á útvarpsfréttir kl. 18, hlustað á Bylgjuna kl. 18:30 og svo væri gott að fá síðasta alvörufréttatímann kl. 21. Sá sem hefur verið í sjónvarpinu kl. 19 er oft lap upp úr útvarpsfréttum.

Þjóðhátíðarranti dagsins lokið. Til hamingju með daginn. 

kiss 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband