Frítt í sund, ófrítt í sund

Mér finnst röng nálgun að stytta afgreiðslutíma sundstaða og mér finnst bilun að gera sjósundi ekki hærra undir höfði, svo sem með því að hafa opið lengur í Nauthólsvík og með því að byggja upp góða aðstöðu víðar.

En ég get ekki tekið undir að 4.000 kr. árgjald í sundlaugarnar ríði baggamuninn fyrir 67 og eldri heilt yfir. Og að tromma upp í fjölmiðlum og tala nánast um aðför að lýðheilsu er í mínum augum og eyrum skrum.

Það eina sem ég er samt að pæla í er hvort fólk muni eiga auðveldara með að misnota svona árskort. Segjum að annar makinn sé 67 og hinn yngri og yngri makinn ætti þá að borga 44.840 kr. árgjald. Getur hann þá fengið kort makans og smyglað sér inn? Þau sem núna eru orðin 67 þurfa að sýna skilríki, er það ekki?

Ég held ekkert að fólk stundi þetta eða muni stunda þetta, það er ekki það. Ég held bara að þetta gæti orðið auðveldara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband