Bróðurómyndin

Þegar ég fæddist var ég fjórða systkinið og það síðasta. Ekkert okkar er dáið en ég lít svo á að við séum bara þrjú vegna þess að þegar ég sá á eftir foreldrum mínum 2018 og 2019 kom í ljós úr hverju sá bróðir var gerður sem var næstur mér í aldri.

Mér finnst stundum gott að segja þetta upphátt á bloggsíðu vegna þess að ég er alltaf að heyra sögur um vinslit í fjölskyldum og þótt tilefnið sé sorglegt finnst mér gott að finna að við systkinin þrjú sem stóðum og stöndum saman erum ekki ein um að horfa á eitt systkinið fara yfir öll mörk. Þessi bróðir, sem mér finnst ekki lengur vera í systkinahópnum, hafði svo sem sýnt takta í ætt við græðgi, tilætlunarsemi og yfirgang, bæði gagnvart mömmu og pabba og svo sjálfri mér, en ég var samt svo hrekklaus að ég varaði mig ekki. Ég tapaði miklum peningum á honum. Hann gerði lítið úr ákvörðunum mínum. Hann gerði almennt sitt besta til að gera lítið úr mér og tala mig niður.

Ég sé ekki eftir honum og því miður ekki heldur dætrum hans sem sýndu líka hvar þær stóðu í þessum efnum. Blóð er bara ekki þykkara en vatn og ég umgengst miklu heilbrigðara fólk en hann.

Ástæðan fyrir að ég rifja þetta upp sisona miðvikudaginn 10. júlí? Jú, ég er þrátt fyrir allt minnug á afmælisdaga og bróðurómyndin er 63 ára í dag og ég hef ekki hugmynd um hvar hann er niðurkominn, hvorki með tilliti til vinnu (sem honum hefur yfirleitt ekki haldist á) né hver mætir nú með veitingar í afmælið hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband