Nýr bíll staðgreiddur?

Ég hef aldrei keypt nýjan bíl enda aldrei haft áhuga á því. Helst vildi ég vera bíllaus til lengdar en mun líklega enda á að kaupa mér bíl þar sem almenningsvagnakerfið er ekki hliðhollt þeim sem vilja fara um landið.

En út af fréttinni um verðandi forseta verð ég að spyrja: Kaupir fólk almennt bíl með lánum frá bílasölunni sjálfri? Tekur það ekki alltaf bílalán ef það á ekki fyrir bílnum og borgar bílasölunni en skuldar áfram bankanum eða öðrum lánveitanda? Hvers vegna er þá veittur staðgreiðsluafsláttur frekar en að verðleggja bílinn í samræmi við það?

Er ekki einhver villa í frásögninni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband