Miðvikudagur, 31. júlí 2024
Guðlaug Edda og Anton Sveinn
Ég horfði á viðtalið við Guðlaugu Eddu Hannesdóttur (29) og táraðist alveg. Þvílíkur karakter sem hún er. Þvílík forsmán af mótshöldurum að ræsa fólk kl. 6 til að segja því að keppni í þríþraut verði haldin kl. 8! Ég skal hundur heita ef engin eftirmál verða af þessu.
Ég horfði líka á ávarp Antons Sveins McKee (30) eftir síðasta Ólympíusundið hans og komst líka við. Mikið sem við megum vera stolt af þessu afreksfólki. Það hlýtur að vera vandasamt að vera í einstaklingsíþrótt sem hefur lítinn opinberan stuðning.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.