DJ Bambi

Ég er nýbúin með DJ Bamba eftir Auði Övu Ólafsdóttur og er giska ósammála þeim bókmenntafræðingum sem lýstu sig ánægða/r með bókina. Söguefnið er mjög verðugt, nokkrar áhugaverðar aukapersónur og þráðurinn aldeilis nothæfur, en tuggan og þrásagan of mikil fyrir mig. Blaðakonan sem vill taka viðtal við transkonuna Logn vill svo skrifa bók um hana en segir að lífshlaupið sé ekki nógu spennandi fyrir lesendur. Logn vakni, mæti til vinnu, eigi fyrrverandi eiginkonu og eitt barn og hún lifi einfaldlega of einföldu lífi. 

Mér finnst þetta eiga við um bókina. Einhvers staðar hafði ég séð einhvern hnýta í prófarkalesturinn á bókinni. Ég hefði gert margar athugasemdir en mér finnst þær snúa meira að ritstjórn en prófarkalestri. 

En það er bara fínt að bækur rati til sinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband