Laugardagur, 31. ágúst 2024
Phileas Fogg umhverfis jörðina 1872
Jules Verne, sá sami og skrifaði um ferðalag ofan í jörðinni sem hófst á og í Snæfellsjökli og endaði í Strombólí, skrifaði líka sögu um vísindamann sem ekkert hafði lifað á eigin skinni en ákvað að ferðast í kringum jörðina með þeim fararskjótum sem buðust. Nú er í spilara RÚV átta þátta röð um þetta ævintýri hans og samferðafólks hans, Abigail og Passepartouts, og þótt þetta sé mögulega hugsað sem barnaefni er þetta stórkostlega skemmtilegt efni fyrir fullorðna. Auðvitað er sumt órökrétt og ósannfærandi en skemmtigildið og sagan sjálf ryður því öllu úr vegi. Og ég er farin að elta leikarana á Instagram ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.