Þriðjudagur, 10. september 2024
Línuskiptingarstrikið sem hverfur
Nei, þetta er ekki upphafið að sakamálarannsókn. Þegar maður skrifar texta í word verða línur ójafnar ef maður hefur vinstri línujöfnunarstillingu eða stundum gisnar þegar maður hefur miðjulínujöfnun. Ég er svo mikill fagurkeri, hoho, að ég get ekki horft upp á þetta og skipti þá orðum á milli lína. Ef textinn skyldi svo breytast seinna, já, eða línurnar leggjast ólíkt í annarri tölvu (ég treysti mér ekki til að útiloka það) er trixið að halda Ctrl niðri á lyklaborðinu um leið og maður ýtir á bandstrikið. Þá hverfur línuskiptingarstrikið ef allt orðið skyldi rúmast í einni línu.
Mér finnst að þetta ætti að vera kennt á öllum word-námskeiðum ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.