Sunnudagur, 22. september 2024
Bakgarðurinn í Heiðmörk
Mér finnst alveg magnað að einkamiðillinn Vísir sjái um beina útsendingu á Bakgarðinum sem við mörg úr hlaupasamfélaginu höfum áhuga á. Ég segi nú ekki að ég hafi vakað yfir þessu í nótt en að öðru leyti hef ég fylgst frekar vel með útsendingunni í djúpu gluggakistunni minni. Ég er ekki að öllu leyti hrifin af því hvað fólk gerir skrokknum á sér með þessum miklu vökum og nánast ómennsku álagi en ég er ekki búin að sjá neitt um að þetta hafi skaðleg langvarandi áhrif.
Og ég ætla fljótlega í Hlaupár að kaupa mér nýja skó og annað úr þar sem það fyrirtæki stendur þétt við bakið á útsendingunni.
Enn hlaupa sex hlauparar (af 215). Hlaupið hófst kl. 9 í gærmorgun. Og Garpur Ingason Elísabetarson fær risastórt kudos frá mér fyrir íþróttalýsinguna sem er bæði upplýsandi og hófstillt, ekki neinar upphrópanir eða tilgerð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.