8. október

Í dag eru slétt 23 ár síðan ég byrjaði í vinnu sem ég sinnti síðan í 19 ár. Vinnan hentaði mér svakalega vel, vinnutíminn og allt umhverfið. Launin voru orðin ágæt þegar ég ákvað að hætta. Aðalástæðan fyrir því að ég ákvað að láta af þessu frábæra starfi (ekki kaldhæðni) er eitt eitrað epli. Ein samstarfskona skemmdi vinnumóralinn að mínu mati með leti og neikvæðni. Yfirmenn litu undan, þótti mér, þjakaðir af meðvirkni - þótti mér - og að endingu ákvað ég að láta gott heita.

Ég skráði mig í nám, enda langar mig helst alltaf að vera í skóla, og í lok vetrar hreppti ég annað draumastarf á stað þar sem ég er núna búin að vera í rúm þrjú ár. Ég gæti ekki verið glaðari með að hafa látið slag standa, stokkið út úr þægindarammanum og tekið minni háttar áhættu.

Fyrir utan hvað ég er í skemmtilegu starfi er ég með sveigjanlegan vinnutíma og get unnið heima þegar svo háttar til. Nægur tími til að einbeita sér og nægur tími (og svigrúm) til að blanda geði við fólk sem er í sömu hugleiðingum og ég.

Launin eru til muna lægri en ég hef efni á því. Lúxusdýr sem ég er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband