Bakgarðurinn, landsliðin

Ég er búin að horfa með parti úr auga á landsliðskeppnina í Bakgarðinum síðan hún hófst í hádeginu í gær. Af 63 löndum hafa þegar nokkur lokið keppni en á Íslandi eru þau 15 sem hófu keppni öll enn að og ég þori næstum að lofa mikilli samheldni og stemningu. Í gær sá ég að þau fóru bleikan hring, öll með bleika húfu og sum meira, enda átak gegn krabbameini í gangi, og áðan voru þau öll í pífupilsum. Náttúruhlaup halda utan um keppnina og Elísabet Margeirsdóttir er örugglega einstakur keppnishaldari.

Ef að líkum lætur verða þau seigustu að fram yfir hádegi á morgun. Upplagt fyrir hreyfanlegt fólk að kíkja á þau í Elliðaárdalnum. Ég ætla að fara og klappa fyrir þeim á eftir en örugglega þurfa þau mesta hvatningu eftir að það byrjar að dimma.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband