Kosningar

Kosningabarátta er mitt bíó. Ég er ekki með Netflix, Viaplay eða Disney+ og sakna þess ekki. Ég horfi stundum með öðrum og hjá öðrum á valið efni en er sem sagt í aðalatriðum með RÚV. Svo er ég með útvarp og hlusta mikið á það meðan ég sýsla við annað. 

Núna er hafin nokkurra vikna kosningabarátta. Æsispennandi. En mér líst ekki vel á allt fræga fólkið sem skautar framhjá forvali og prófkjörum og skýst nú í forystusæti flokkanna. Auðvitað fá allir að njóta vafans hjá mér (nema þeir sex flokkar sem ég er þegar búin að útiloka vegna fortíðar þeirra og stefnumála) en ég þarf alveg að hafa fyrir því að opna hugann fyrir fólki sem er sérfrótt á allt öðrum sviðum, fólki sem ég held að hafi jafnvel lítinn skilning á starfi þingmannsins, fólki sem hefur ekki unnið í grasrót flokksins sem það býður sig fram fyrir. Ég hef alltaf verið óvissuatkvæði og alltaf hugsað með mér að ég gæti aldrei verið talsmaður flokks nema ég væri að lágmarki 80% sammála stefnumálum hans. Helst meira en mér finnst óraunhæft að gera þá kröfu að finna flokk sem gengur að öllu leyti í takt við mig. Og ég myndi ekki treysta mér til að ganga til liðs við flokk korteri fyrir kosningar og ætla að gerast helsti talsmaður hans í að minnsta kosti einu kjördæmi.

Vonandi hef ég enga ástæðu til að efast um heilindi fólks sem stefnir nú ótrautt á þingsæti og ráðherradóma með þeim áhrifum sem fylgja.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband