Ráðherrann II

Ég skil ekki þögnina um Ráðherrann II. Mér finnst þátturinn frábær. Hann sýnir fyrst og fremst keisarann sem er í engum fötum (stjórnvöld) og barnið (ráðherrann) sem hikar ekki við að benda á hið augljósa. Tvö dæmi:

- sú spilling að vilja frekar farga 2,8 tonnum af lambakjöti en að nýta það. Man einhver eftir smjörfjöllunum?

- íslenskir sendiherrar í löndum þar sem þeir tala ekki tungumálið, þekkja ekki menninguna og verða almennt ekki að neinu gagni. Man einhver tímana þegar við höfðum ekki ekki millilandasíma og internet? Við þóttumst hafa lært það af covid að við þyrftum ekki að skjótast til útlanda á fundi, heldur gætum nýtt tæknina. Mér finnst ótrúlega margir búnir að glutra niður þeirri góðu þekkingu.

Nei, Ráðherrann II er ekki gallalaus þáttaröð. Þáttur nr. 2, þegar Gunnar Hansson elti Ólaf Darra um spítalaganga í búningi þunglyndis meðan eiginkonan, leikin af Anítu Briem, lá á sæng, var fulllangur og ósannfærandi. Já, mér fannst ekki trúverðugt að norrænir ráðherrar og starfsmenn þeirra kæmu með hest inn í fundarsal hótelsins eða kysstu karlmann, löðrunguðu svo og fordæmu í kjölfarið ofbeldi. En þessar smávægilegu ýkjur ná ekki að breyta þeirri upplifun minni að þáttaröðin sé fyrst og fremst ádeila á spillingu, sjálfvirkni og sjálftöku í kerfinu. Af hverju eru menn ekki húrrandi yfir þáttunum öll sunnudagskvöld eins og meðan við höfðum Verbúðina, þá frábæru þáttaröð sem deildi á illa rekinn sjávarútveg?

Við erum þrjú sem ég veit um sem kunnum að meta Ráðherrann II.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég horfði á fyrsta þáttinn ekki mjög hrifin, nennti ekki að horfa almennilega á annan, sá svo bloggið þitt og horfði í alvöru á næstu þætti. Mér fannst ýmislegt áhugavert í þeim þáttum og skemmti mér alveg ljómandi yfir sumum uppákomunum, ertu viss um að það sé ekki fótur fyrir þeim?laughing Get verið alveg sammála um ádeiluna á kerfið.

 Ég man eftir bæði smjörfjalli og kjötfjalli.

 Kannski erum við fjögur núna sem kunna að meta Ráðherrann II

Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2024 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband