Fimmtudagur, 5. desember 2024
Það er ekki nóg að hlutir séu réttir ...
... þeir verða líka að líta út fyrir það. Sá gjörningur að veita leyfi til hvalveiða er svo mikil ögrun að ásetningur valdhafans getur ekki verið góður. Ef þetta er nánast formsatriði vegna þess að lög og reglur mæli fyrir um það hlýtur ráðherra næstu ríkisstjórnar að gera það áður en veiðitímabilið byrjar næsta sumar. Það getur ekki legið svo lífið á að starfsstjórn sem á að slökkva elda og bregðast við aðkallandi málum finni sig knúna til að gera það.
Athugasemdir
Þetta heitir að "veita aðhald."
Nú hefur BB loksins gefið fólkinu það sem það vill, ekki bara einhverjum glóbalistum.
Og komandi stjórnvöld verða að virða það, það er ekki hægt að byrja kjörtímabilið á að kúka á velvild kjósenda með þvó að draga þetta til baka, þó vilji stjórnvalda sé fyrir hendi.
VG flöskuðu á þessu.
Þetta gefur tóninn.
Ásgrímur Hartmannsson, 6.12.2024 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning