Þétting byggðar

Ég er hlynnt þéttingu byggðar en ef helmingurinn af því sem maður heyrir um þessa vöruhússbyggingu í Breiðholtinu er sannur yrði ég sturluð þarna. Ég myndi ganga af göflunum og væri reyndar löngu búin að því.

Ég heyrði viðtal við Dóru Björt Pírata í útvarpinu í vikunni og hún var alveg miður sín.

En hver er sannleikurinn í málinu? Stóð þetta alltaf til? Kostuðu íbúðirnar lítið í ljósi þess að þær yrðu hvorki fugl né fiskur? Ég á bágt með að trúa að fólk hafi ekki séð þetta í farvatninu. Ef ég hefði keypt íbúð þarna í góðri trú myndi ég heimta að ábyrgur aðili keypti íbúðina af mér á markaðsverði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það var fyndið að heyra fulltrúa Pírata í umhverfis- og skipulagsráði segja að þarna hefði komið í ljós að stórfyrirtækjum væri ekki treystandi fyrir of víðum skilmálum.

Píratinn virðist sem sagt fram að þessu hafa haldið að stórfyrirtækjum væri treystandi til að ganga ekki of langt án þess að þeim væru sett takmörk fyrir framferði sínu.

Guðmundur Ásgeirsson, 14.12.2024 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband