Fimmtudagur, 2. janúar 2025
Ósátt við jóla- og áramóta-RÚV
Ég horfi á línulega dagskrá og RÚV hefur farið langleiðina með að standa undir minni áhorfsþörf. En núna um jól og áramót er mér misboðið. Á stóru frídögunum finnst mér eiga að frumsýna almennilegar myndir. Mér finnst Napóleonsskjölin almennileg stórmynd, en t.d. ekki gerendameðvirki Johnny King á jóladagskvöld. Mér finnst Vigdís almennilegur þáttur og hlakka mikið til að sjá framhaldið og skaupið var alveg brillíant og einnig krakkaskaupið.
Þar með er eiginlega upptalið af frumsýndri jóladagskrá. Uppistaðan var endursýnt efni, endursýnd Vera, endursýndur tónlistarannáll, endursýnd Vigdís daginn eftir!, endursýndir Jülevenner, endursýndir jólatónleikar frá 2022, endursýnd Nolly í tveimur pörtum, endursýndur David Walliams - endursýnt efni frá fyrra degi eða fyrri viku.
Og nú finnst mér steininn taka úr þegar dagskrá morgundagsins er kynnt á einn veg á vefnum en í dagskrárauglýsingu í línulegri dagskrá er allt annað efni! Ég get vel hugsað mér að horfa á Vestfjarðavíkinginn sem er keyrt á í sjónvarpinu sjálfu en hann sést ekki í dagskrárkynningu RÚV.
NÚNA sé ég eftir afnotagjaldinu mínu.
LEIÐRÉTTING kl. 20:38: Víkingurinn er í kvöld. Hann heitir ekki lengur Vestfjarðavíkingurinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning