Ekki rétta systirin

Oh, það er svo gaman að finna nýja höfunda. Kringlusafnið er oft með annað úrval bóka en bókasafnið í Grófinni og þar datt ég niður á Claire Douglas, The Wrong Sister. Sú bók er óhefðbundinn krimmi að því leyti að bókin gerist eiginlega öll hjá fórnarlömbunum og mögulegum gerendum en ekki hjá lögreglunni eins og mér finnst algengt. Tvær systur og makar þeirra ætla að skiptast í eina viku á íbúðum þar sem önnur systirin er dálítill stórbokki og þau hjónin mjög efnuð og hin systirin er heimakær og á tæplega þriggja ára tvíbura.

Og þá fer í gang sérkennileg atburðarás sem felur á endanum í sér siðferðisleg álitamál um hvort systir gerir systur greiða þótt hann sé strangt til tekið út fyrir mörk hins löglega og siðlega. Hvað er hægt að fyrirgefa og hverju er hægt að horfa framhjá? 

Hvenær er glæpur glæpur og hvenær er glæpur yfirsjón eða lítils háttar hliðarspor?

 

Gæti verið mynd af texti


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband