Hildur eftir Satu Rämö

Í mér var góður slatti af eftirvæntingu þegar ég opnaði Hildi. Ég hafði ekkert heyrt nema gott, m.a. frá finnskri vinkonu minni sem hefur verið búsett á Íslandi álíka lengi og Satu, höfundurinn. Ég náði að lesa fyrstu 100 síðurnar af 370 en þá var fullreynt með að höfundur hætti ekki að útskýra alls konar og ýmislegt. Ég trúi alveg að útlenskir lesendur, sem eru auðvitað markhópurinn, kunni að meta frásögnina en þetta er erfitt fyrir fólk sem þekkir til. Glæpasagan hélt samt og þess vegna las ég síðustu 50 síðurnar.

Ég eftirlæt öðrum að lesa hinar sögurnar sem Satu er líka búin að skrifa og gleðst yfir að hún eigi orðið stóran lesendahóp vegna þess að ég held að bókin henti fullkomlega öðrum lesendum en mér.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband