Bankarnir

Ég er svo mikill greifi að ég er með fjögur bankaöpp í símanum mínum og viðskipti við fjórar fjármálastofnanir: Arion, Auði, Íslandsbanka og Indó. Gamli Búnaðarbankinn er uppeldisbankinn minn en ég er algjörlega laus við trygglyndi þegar mér finnst gengið á minn hlut sem Arion hefur svikalaust gert við öll tækifæri mörg síðastliðin ár. Ég ætla þess vegna að láta núverandi kreditkort renna sitt skeið og ekki endurnýja það að því loknu. Hugsanleg sameining Arion og Íslandsbanka hefur þannig engin áhrif á mig persónulega vegna þess að ég er á hraðri leið í burtu frá þeim báðum.

Er engin von til þess að neytendur standi saman, taki slaginn og gangi keikir frá borði? Erum við svo átthagabundin, ýmist vegna trygglyndis eða vegna þess að flutningur lána milli fjármálastofnana er svo djöfullega kostnaðarsamur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband