Deyjandi ömmur í Vatnsmýrinni

Guð. minn. góður. Guðmundur Fertram Sigurjónsson var í Silfrinu í fyrrakvöld grátklökkur að tala um mikilvægi flugvallarins í Vatnsmýrinni. Ekki væri hægt að senda ömmur utan af landi með flugi (frá Ísafirði þaðan sem ekki er nærri alltaf hægt að fljúga) til Keflavíkur - hvernig ættu þær að komast til Reykjavíkur?!

Ha, hvernig eiga ömmur að komast með lest, strætó eða einkabíl milli bæjarfélaga eða hverfa? Nei, þær komast með naumindum upp í flugvél, lenda svo í Vatnsmýrinni - og hvernig eiga þær þá að komast til augnlæknisins í Kringlunni eða Mjóddinni? Væntanlega með annarri flugvél þá, nema þyrla sé.

Ég þurfti að halda mér svo ég dytti ekki um kaffibollann minn meðan ég hlustaði á tilfinningaklámið því að þetta var hreinræktað tilfinningaklám í manninum.

Fólk deyr nefnilega ekki af því að flugvöllurinn sé ekki á ákveðnum stað. Það deyr, þegar svo háttar til, af því að það kemst ekki undir læknishendur. Þó að flugvöllurinn yrði um aldur og ævi í Vatnsmýrinni er ekki öruggt að fólk komist undir læknishendur ef það kemst ekki frá staðnum sem það ætlar að fljúga frá. Og það er ekki heldur banvænt að komast ekki til gigtarlæknis á núll einni.

Ég er alltaf til í að hlusta á rök fyrir einhverju sem ég er ekki sammála, en þessi maður tefldi ekki fram neinum rökum, nema raki í augnkrókunum teljist með.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband