Barnamálaráðherra II

Þó að ég hafi ákveðið að hugsa hér upphátt á fimmtudaginn er ég móttækileg fyrir nýjum rökum og bjóst allt eins við að ég myndi eitthvað skipta um skoðun. En eftir helgina er ég sannfærðari en ég var - en áfram opin fyrir nýjum upplýsingum og rökum - um að enginn glæpur hafi verið framinn í aðdraganda þess að nú fyrrverandi barnamálaráðherra og barnsfaðir hennar urðu foreldrar 1990.

Og viljinn til að fella keilur um trúnaðarleka úr forsætisráðuneytinu virkar svo fráleitur að ég á ekki til önnur orð um hann en þann að barnamálaráðherra bauðst að sitja fundinn meðan enginn vissi efni hans. 

Ég trúi ekki á guð en ég trúi á sanngirni og þessi orð eru sérlega viðeigandi: Sá yðar sem syndlaus er ...

Skyldi ekki eitthvað misjafnt koma upp úr óhreinatauskörfunni hjá þeim sem hafa galað hæst ef tauið yrði hengt á snúruna?


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband