Jon Øigar­d­en

Sagt er að maður eigi ekki að samsama lögmenn skjólstæðingum sínum og að allir eigi rétt á bestu vörn. Þetta finnst mér hartnær óskiljanlegt vegna þess að ef lögmaður hefur ekki sannfæringu fyrir málstað skjólstæðings síns myndi ég halda að hann beitti sér minna og svo spyr ég: Hvað um alla þá sem hafa ekki efni á að ráða sér lögfræðinga á eigin kostnað?

En ég byrjaði á útúrdúr vegna þess að ég las vörn Fannars Sveinssonar í gær. Og ég spyr: Hvaða.leikstjóri.í.veröldinni.fylgist.ekki.með.samfélaginu.sínu? Ég veit ekki hvort hann vill frekar að ég haldi að hann sé heimskur eða siðlaus. Og þau rök að maður þurfi að taka þeim verkefnum sem bjóðast til að eiga fyrir mat handa börnunum sínum halda heldur ekki vatni. En sá málflutningur rökstyður hins vegar að vel hafi verið greitt fyrir þetta siðlausa verkefni af því að a) enginn heilvita maður tekur svona að sér nema fá böns of monní, b) útgerðin veit ekki aura sinna tal.

Alveg sama hvernig á málið er litið heldur stórútgerðin áfram að grafa gröfina sína.

 

 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og ellefu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband