Veiðigjaldið í þjóðaratkvæðagreiðslu

Ég man árið 2004 þegar þáverandi forsætisráðherra lagði fram frumvarp til laga um breytingu á fjölmiðlalögum, svokallað frumvarp til laga um breytingu á útvarpslögum nr. 53/2000 og samkeppnislögum nr. 8/1993. Því var útbýtt 28. apríl, tæpum mánuði eftir síðasta dag, rætt 3., 4., 11.-15., 19., 21., 22. og 24. maí þegar það var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 30 og einn þingmaður sat hjá. Þá var mikið talað um að í Noregi hefði svipað frumvarp verið undirbúið og rætt í fjögur ár.

Mér finnst vissulega gaman að gramsa í vef Alþingis og rifja upp en nú háttar svo til að ég sé lausn á þrætunni um veiðigjaldið. Ef frumvarpið verður núna borið undir atkvæði verður það auðvitað samþykkt af meiri hlutanum sem stendur með því en svo getur forseti neitað að skrifa undir það og skotið til þjóðarinnar.

Tillagan mælir með sér sjálf og nú er bara að skjóta þessu að þinginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hugmyndin virðist kannski ágæt í fyrstu en ef nánar er að gáð myndi hún í raun hafa það í för með sér að málfþófinu yrði sleppt lausu út úr þinghúsinu í alla fjölmiðla landsins mánuðum saman í síbylju. Til verndar lýðheilsu geðsmuna er best að halda þessu innilokuðu í þingsal. Tíma okkar og bandbreidd fjölmiðla er líka betur varið í hvað sem er annað en þetta.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.7.2025 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband