Þversögn stjórnarandstöðunnar

Ég skil að sumir þingmenn eru á hærri launum hjá stórútgerðinni en á þingi. Ég skil að sumir einstaklingar hafa ekki metnað fyrir hönd þjóðarinnar. Ég skil að fólk sé ósammála mér. Ég get skilið það allt.

Það sem ég skil ekki er þegar þetta sama fólk reynir ekki að vera sannfærandi í málflutningi sínum. Nú talar sama fólkið um að það verði að ræða og samþykkja fjármálastefnu og/eða fjármálaáætlun sem fjárlagagerðin byggi á, það talar um að mörg brýn mál bíði sem komist ekki að vegna þess að ríkisstjórnin vilji fyrst afgreiða veiðigjaldsfrumvarpið sem þorri landsmanna vill að verði samþykkt. Og núna þegar á einmitt að forgangsraða í þágu þessara sjónarmiða með því að greiða atkvæði um mál sem meiri hlutinn er einhuga um kemur sama fólkið og mótmælir sínum eigin sjónarmiðum.

Ég var búin að stinga upp á að hinir fáu andstæðingar þess að fiskurinn verði í sameign þjóðarinnar myndu biðja um þjóðaratkvæðagreiðslu og það er sjálfsagt enn hægt.

Kjarnorkuákvæði 71. gr. þingskapa er of stórt orð fyrir þá hugsun að takmarka óhóflegar umræður þegar öll sjónarmið eru komin fram. Norrænu þingin eru með skipulag um sínar umræður og nú er lag að gera eins. 

---

Einn þingmaður sem hefur talað í marga klukkutíma kallar veiðigjaldið núna eitt lítið skattahækkunarmál. Þá hló ég upphátt.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband