Sunnudagur, 20. júlí 2025
Evrópusambandið eða ekki
Ég er lengi búin að vita að á Íslandi þrífst spilling, en ég held að ég sé dálítið orðin samdauna henni. Sjúkt ástand sem varir lengi verður normið. Ég hef sjálf ekkert að óttast, t.d. ekki um afkomu mína, en samt tala ég varlega svo ég styggi engan. En núna, þegar ég les svo mikla heift sumra út í Evrópusambandið - sem ég hef ekki hugmynd um hvort ég vil ganga í eða ekki - hallast ég að því að Evrópusambandið sé það eina rétta. Helstu og háværustu andstæðingarnir, sem maður veit að skara fyrst og fremst eld að eigin köku eða kökum vina sinna, átta sig ekki á því að þeir uppskera allt annað en þeir sáðu til.
En af því að samsæriskenningar eru svo vinsælar spyr ég: Eru yfirlýstustu andstæðingar ESB kannski með leikrit og eiga hauka í hornum ESB?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning