Að fæðast sköllótt/ur

Já, ég horfði á Kastljósið í gær. Já, ég er forviða á málflutningi Snorra Mássonar. Átti þátturinn að snúast um það hvort Snorri mætti líta svo á að kynin væru tvö, aðeins tvö og ekki fleiri en tvö? Ég greinilega missti af því í kynningunni.

Ég skil Baldvin að geta ekki stoppað flauminn.

Ég skil Þorbjörgu að koma varla orðum að rökunum.

Mér fannst Snorri vera að segja, með öðrum orðum, spurninguna: Ertu hættur að berja konuna þína? Já eða nei.

Ég er í þeim forréttindahópi að vera fædd stúlka og finnast ég hafa verið stúlka allar götur. Ég hef varla neitt meira um það að segja en vil samt segja að ég tel mig skilja að öðrum geti liðið öðruvísi. En ég þekki algjörlega mjög karlalega karla sem eru sköllóttir. Sumum getur þótt það vandræðalegt og það vegið nærri karlmennsku þeirra. En það er ekki hugmyndafræði hvort þeir eru sköllóttir þegar þeir eru orðnir hárlausir eða ekki sköllóttir.

Ég er ekki að leggja hinsegin eða kynsegin að jöfnu við (síðari tíma) hárleysi. En það að vera sköllóttur er ekki skoðun eða álitamál þess sem á í hlut. Hárleysi er sýnilegra en kynupplifun en hvort tveggja er jafn mikill veruleiki hjá þeim sem í hlut eiga.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband