Ég þekki slúbberta

Ég las slatta af þessari meintu frétt eða umfjöllun á Vísi og mér finnst hún mjög ruglingsleg. Ég veit ekki hvort frekar er við blaðamanninn eða viðmælandann að sakast. Ég veit ekki hvort þær líta þá á sig sem slúbberta eða hvernig þær skilgreina hugtakið sem er í orðabók bara skilgreint sem

ómerkilegur náungi.

Á flestum vinnustöðum, kannski öllum, hef ég unnið með lötu fólki. Það helst ekki í hendur við laun, ábyrgð eða verkefni. Mér hefur sýnst frammistaðan stranda á yfirmönnum. Við erum mörg sem höfum einfaldlega áhuga á að vanda okkur, vinna verkefnin og veita góða þjónustu. Svo eiga yfirmenn og verkstjórar að virkja þá sem þurfa að láta virkja sig, nú, eða láta fólk fara ef það lætur ekki virkjast.

Ég veit ekki hvort breyting á starfsmannalögunum er svarið og heimild hins opinbera til að segja upp opinberum starfsmönnum. Kannski eru æðstu yfirmennirnir stundum mesti vandinn.

Prófum dæmi: Ef vinnusamur einstaklingur með háskólamenntun í grunnþjónustu er með 700.000 kr. brúttólaun á mánuði og engin hlunnindi, t.d. fasta yfirvinnu, síma, tölvu eða bíl, horfir upp á yfirmann með 3 milljónir á mánuði og litla augljósa vinnuskyldu en mikil hlunnindi gæti sá vinnusami misst móðinn. 

Það er ekki nóg að hlutirnir séu réttir, þeir verða líka að líta út fyrir það. Yfirmenn þurfa kannski að verða betri fyrirmyndir OG taka eftir þeim sem draga vagninn á hverjum vinnustað.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband