Mánudagur, 22. september 2025
Duolingo
Tungumálakennsluforritið Duolingo gerir sitt gagn. Nú er ég í rúman mánuð búin að vera að rifja upp ítölskuna sem ég lærði í Róm 1996 og gleðst bæði yfir að muna margt og læra samt ýmislegt nýtt. Appið og kennslan er ókeypis nema maður velji að kaupa áskrift og ég er svo skuldbindingafælin að ég vel enn að taka við auglýsingum og áróðri sem væri í lagi nema fyrir þær sakir að ég mun aldrei versla við fyrirtækin tvö sem auglýsa mest, Temu og Wolt. Ég heyri ekki talað verr um nein fyrirtæki í bergmálshellinum mínum og þótt ekki kæmi annað til myndi ég aldrei versla við Temu sem auglýsir:
Shop like a billionare.
Mér finnst mjög ógeðfellt þegar höfðað er til lágra hvata mannsins og þess vegna kaupi ég heldur aldrei lottó sem gerir út á að þegar maður verður kominn með alla milljarðana láti maður senda sér hégóma í flugvél milli heimsálfa.
Vill fólk í alvörunni versla við þann sem upphefur sóun og spillingu? Ég er nokkuð viss um að þessir kaupendur eru ekki í nærumhverfi mínu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning