Þriðjudagur, 7. október 2025
Ungfrú heimur 1970
Alla mína ævi hefur verið ríkt í mér að ekki sé hægt að keppa í fegurð. Ég hef ekkert pælt í því hvers vegna, en kannski er svarið að finna í bíómynd sem var sýnd á RÚV um helgina, Misbehaviour sem var þýdd sem Ungfrú bylting.
Þegar ég var búin að horfa á hana fletti ég keppninni sjálfri upp og helstu staðreyndir eru réttar. Hópur kvenna keypti sig inn á hátíðina í London til að vera með uppsteyt, til að vekja athygli á hlutgervingu.
Það er(u) alltaf einhver(jar) búinn/búnar að ryðja brautina en við áttum okkur ekki alltaf á því. Mæli með þessari mynd sem skartar úrvalsleikuruum, spennandi söguþræði og dassi af raunveruleikatékki.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning